Gleðileg jól og takk fyrir árið
Árið sem er að líða hefur verið bæði viðburðaríkt og spennandi hjá GoPro og Hugvit. Við viljum byrja á að þakka kærlega fyrir gott samstarf á árinu, traustið og samtölin sem hafa átt sér stað.
Á árinu hefur margt gerst. Við höfum haldið áfram að þróa GoPro af krafti, með áherslu á stöðugleika, notendaupplifun og áframhaldandi uppfærslur. Útgáfa 22 markaði stórt skref áfram, með fjölda umbóta og nýjunga sem byggja á endurgjöf notenda og raunverulegri notkun kerfisins.
Einnig var einstaklega gaman að hittast á frábærri ráðstefnu í haust þar sem við fengum tækifæri til að eiga góð samtöl, deila reynslu og ræða næstu skref. Frábær stund og gaman að hitta svo margar viðskiptavini okkar.
Horft er fram á veginn með bjartsýni. Mikið er í undirbúningi, bæði hvað varðar þróun, þjónustu og áframhaldandi samstarf, og við hlökkum til að halda áfram að byggja GoPro áfram með ykkur á nýju ári.
Að lokum viljum við nefna að Hugvit hefur það að stefnu sinni að styrkja eitt málefni á ári, sem valið er í kringum jólin. Í ár rann styrkurinn til MS félag Íslands, sem sinnir mikilvægu starfi fyrir fólk með MS og aðstandendur þeirra. Við erum stolt af því að geta lagt okkar af mörkum til slíks málefnis.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á nýju ári



