GoPro afhendir vörsluútgáfu
GoPro afhenti á dögunum fyrstu vörsluútgáfu á skjalavörslukerfi samkvæmt nýjum ADA staðli til Þjóðskjalasafns Íslands. Löng vegferð býr að baki þessari afhendingu og mikil þróun. Í kjölfar þess héldum við morgunfund með skjalastjórum til að ræða ferlið við rafræn skil vörsluútgáfu.
Húsfylli var á fundinum og þökkum við þann mikla áhuga sem sýndur var. María Hjaltalín rakti ferlið við undirbúning og framkvæmd skila. Ásta H. Ásólfsdóttir, tækniþróunarstjóri GoPro Foris lausnarinnar, lýsti auk þess nýjungum sem styðja við þessa vinnu.
Fulltrúi frá Þjóðskjalasafni Íslands tók við spurningum skjalastjóra sem sneru beint að Þjóðskjalasafni, og þökkum við S. Andreu Ásgeirsdóttur kærlega fyrir komuna.
Eins og fram kom á fundinum er þetta metnaðarmál bæði skilaskyldra aðila, Þjóðskjalasafns og okkar hjá Hugviti. Við höldum nú ótrauð áfram með rafræn skil með góða reynslu og mikilvæg verkfæri í pokahorninu.