Tag Archive for: upplýsingakerfi

Reykjavíkurborg velur upplýsingastjórnunarkerfi frá Hugviti

Það er mikil viðurkenning fyrir Hugvit að Reykjavík hafi valið okkur til að innleiða  nýtt upplýsingastjórnunarkerfi, í kjölfar útboðs á evrópska efnahagssvæðinu.

Við hjá Hugviti erum stolt af því að vera valið úr hópi þeirra sex fyrirtækja sem tóku þátt i þessu umfangsmikla og ítarlega 18 mánaða matsferli.

Reykjavíkurborg setti fram heilstæðar og framsæknar kröfur til nýs upplýsingastjórnarkerfi sem gerir miklar kröfur til hugbúnaðar og kallar á nýjustu tækni við að leysa á einfaldan og skilvirkan hátt fjölþættar  þarfir hina ýmsu sviða borgarinnar.

Hugvit hefur lagt mikið í þróun á nýrri línu af hugbúnaði undanfarin ár, sem lausnamengi borgarinnar verður byggt á. Lausnamengi sem snýr meðal annars að mála-, verkefna-, skjala- og ferlastjórnun auk innleiðingu á gæða-, funda- og samningalausnum.

Kerfið, sem hefur fengið nafnið Hlaðan, er umfangsmikið og nær til flestra sviða borgarinnar. Samningurinn er til 10 ára og hljóðar upp á tæpar 970 milljónir. Gert er ráð fyrir að fyrsti hluti uppsetningar hefjist í byrjun næsta árs.

„Þessi samningur er mikil viðurkenning á tækni sem við höfum þróað, sem og faglegri getu starfsfólks Hugvits. Við óskum Reykjavíkurborg til hamingju með þennan áfanga og við hlökkum til samstarfsins og þess að innleiða og þjónusta nýjar lausnir fyrir starfsemi borgarinnar“ segir Jón Alvar Sævarsson, sölu og markaðsstjóri Hugvits.

Umsjón funda og deiling gagna með GoPro

Verið velkomin á kynningu hjá okkur, fimmtudaginn 23. nóvember!

Við kynnum spennandi nýjungar með deilingu gagna til ytri aðila. Svo kynnum við Fundakerfið okkar í nýja GoPro Foris viðmótinu og skoðum nokkur dæmi um hvernig það er notað, bæði fyrir stjórnarfundi sem og almenna afgreiðslufundi.

Í boði er morgunkaffi og með því. Skráning er frjáls meðan húsrúm leyfir.

Allir GoPro notendur eru velkomnir og kynningin er notendum að kostnaðarlausu.

Við hlökkum til að sjá þig.