Tag Archive for: stjórnendur

Nýjungar í GoPro

Kynning á nýjum útfærslum í GoPro í nóvember var vel sótt af viðskiptavinum, þar var bæði kynnt viðmót fyrir skjalastjóra og ýmsir nýjir möguleikar fyrir stjórnendasýn á gögn. Nýjungarnar byggja á samstarfi og óskum notanda og auk þess styðja þær við nýjar reglur um skjalastjórn nr. 85 frá Þjóðskjalasafni Íslands sem hafa tóku gildi 1. febrúar 2018. Jafnframt var farið yfir nýja möguleika á útfærslum fyrir mælaborð í GoPro, þar sem hægt er að vera með myndræna sýn á vinnslu og framgang mála ásamt GDPR skýrslum.

Húsfyllir var á fundinum og þökkum við þann mikla áhuga sem viðskiptavinir sýndu.

Þeir sem vilja kynna sér þessar nýjungar betur er bent á að hafa samband

Notandavænt og aðgengilegt fundakerfi GoPro – í nýju viðmóti

GoPro Fundakerfið er alhliða fundaumsjónarkerfi sem heldur utan um fundi, allt frá undirbúningi til lokaskjölunnar, á einfaldan og öruggan hátt.

Fundakerfið einfaldar fundastjórnun og auðveldar fundargestum aðgang að gögnum. Kerfið hentar sérlega vel fyrir umsýslu reglulegra funda, svo sem stjórnarfunda og nefndarfunda. Mál og gögn færast á einfaldan hátt fyrir fund og eru aðgengileg á vefnum. Fundakerfið er hannað með tilliti til snertiskjáa og snjalltækja, sem bæði fundarritarar og fundargestir njóta góðs af.

Með fundakerfi GoPro má á auðveldan hátt búa til dagskrárliði og láta viðeigandi upplýsingar og gögn fylgja með til fundargesta. Fundarritarar sjá hvað hefur verið sett á dagskrá og sýslað með efni funda, endurraðað þeim og búið til staðlaða fundargerð og dagskrá, í þægilegu viðmóti.

Fundargestir fá rafrænan aðgang að gögnum, yfirsýn á liðna og komandi fundi, og allar nauðsynlegar upplýsingar, án þess að þurfa aðgang að GoPro.

Hafðu samband og fáðu kynningu á fundakerfi GoPro.