Tag Archive for: öryggi

Nýjungar í GoPro Foris og Casedoc kynntar

Fjölmenn kynning á nýjungum

Ánægjulegt var hve margir höfðu tækifæri að mæta á kynningu hjá Hugvit á nýjungum í lausnamegni GoPro Foris. Á annað hundrað gesta fengu kynningu í Hugviti og/eða á fjarfundi á Teams þar sem kynntar voru nýjungar í GoPro Foris og Casedoc.

Á meðal þess sem kynnt var voru nýjar tengilausnir sem hægt er að bæta við GoPro Foris, þar má nefna:

  • Rafræna undirskriftarlausn með samþættingu við Dokobit eða Taktial
  • Samþættingu við MS Teams og samvinnu í skjölum MS OneDrive
  • Örugga deilingu gagna í GoPro Foris þjónustugáttina eða Signet Transfer

Allar þessar lausnir eru útfærðar svo vinnsla sé skilvirk og vel samþætt fyrir notandann í viðmóti GoPro Foris. Það kann að vera að þessar lausnri getir aukið skilvirni í þínum rekstir og sé vert að skoða að bæta við þessu einingum við GoPro Foris uppsetingu hjá þér.

Einnig kynntum við Casedoc, sem er dómstólalausn Hugvits sem byggir á GoPro Foris grunntækninni, en auk þess er lausnin með sérstakt viðmót og alla ferla fyrir umsjón með dómssýslu, tengir saman alla aðila máls, fundasali dómstóla og birtingu dóma á vefnum.

GoPro fyrir persónuvernd – GDPR

GoPro Foris lausnirnar eru hannaðar með innbygða og sjálfgefna persónuvernd (e. privacy by design) að leiðarljósi og var þessari virkni bætt við í GoPro lausnirnar þegar ný persónverndarlög voru tekin í gildi.

Ef þú ert að velta fyrir þér að innleiða lausnir sem styðja og mæta áskorunum vegna regugerðar Evrópusambandsins um persónuvernd (e. GDPR) hafðu þá samband og við aðstoðum.

Þetta eru þættir eins og:

  • skipulag, rétt skráning og yfirsýn gagna
  • lágmörkun skráningar á persónugreinalegum gögnum
  • leynd og aðgangur að upplýsingum með aðgangsstýringu
  • leit, eyðing og síun á gögn
  • örugg deiling gagna
  • að veita einstaklingi aðgengi að sínum gögnum
  • rekjanleiki til að auðveldar eftirlit

Upplýsingakerfi eru lykilþáttur í hlýtni við ný persónuverndarlög. Allt þetta eru atrið sem lausnamengi GoPro Foris getur aðstoðað með og auðveldað fyrirtækjum og stofnunum að uppfylla kröfur um persónuvernd.

Endilega smelltu hér ef þú vilt frekari upplýsingar.

Starfsemi Hugvits er ISO 27001 vottuð fyrir upplýsingaöryggi

Upplýsingaöryggi er einn af hornsteinum hugbúnaðarþróunar hjá Hugviti. Mikilvægi öryggis í upplýsingatækni hefur stóraukist á undanförnum árum og því hefur Hugvit sett sér metnaðarfull markmið um að styðja við og standast auknar kröfur.

Blað var brotið þegar stjórnkerfi upplýsingaöryggis (ISMS) Hugvits fyrir GoPro málastjórnunarkerfið (e. GoPro Case management software solutions ) hlaut alþjóðlega vottun frá British Standard Institutions (BSI) á Íslandi. BSI vottaði kerfið samkvæmt ISO 27001:2013 staðlinum um upplýsingaöryggi í fyrra. Nýverið stóðst Hugvit endurskoðun sem staðfesti vottunina, en hún nær yfir bæði vöruþróunarferla, sem þjónustuferla, svo sem fyrir ráðgjöf, þjónustu og hýsingu.

“Upplýsingaleki og gagnatap er ein af mestu ógnum sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að takast á við í dag. Það er því mikilvægt að fyrirtæki verndi þær upplýsingar sem varða fyrirtækin sjálf og samskipti við viðskiptavini. Stjórnkerfi upplýsingaöryggis sem er í samræmi við kröfur ISO 27001:2013 er stýrð aðferð til að hafa umsjón með trúnaðarupplýsingum er varða fyrirtækið svo þau haldast örugg. Það auðveldar fyrirtækjum að bera kennsl á núverandi og mögulega veikleika í upplýsingaöryggi og gerir fyrirtækinu kleift að grípa til aðgerða áður en skaðinn er skeður.”   – BSI

Regluleg endurskoðun er nauðsynlegur liður í því að viðhalda gildi slíkra vottana. Handbækur og gæðakerfi gera lítið gagn ef þeim er ekki viðhaldið og fylgt til hlítar. Hugvit hefur tekið þá stefnu að innleiða upplýsingaöryggi í menningu fyrirtækisins, þannig að nýir starfshættir verði sjálfsagður hluti af daglegri vinnu. Það ferli krafðist mikils undirbúnings og þátttöku starfsmanna úr öllum áttum, en hefur gefist einstaklega vel.

“Þessi vottun á sviði ISO 27001 upplýsingaöryggis er okkur mikils virði. Gífurleg vinna hefur verið lögð í að formfesta og rýna alla starfsemi okkar með tilliti til upplýsingaöryggis, samkvæmt þessum alþjóðlega staðli,” sagði Helga Ingjaldsdóttir, fjármálastjóri og stjórnarmaður Hugvits.

“Upplýsingaöryggi er ein helsta áskorun upplýsingatækninnar í dag. ISO 27001 vottun Hugvits er í samræmi við áherslur okkar á að vera í fararbroddi við þróun og þjónustu traustra og öruggra lausna. Hún staðfestir mjög mikilvægan áfanga í að tryggja öryggi viðkvæmra gagna viðskiptavina okkar, bæði í þróun hugbúnaðar sem og í starfsemi okkar. Fyrir fyrirtæki sem selur lausnir út um allan heim er hún nauðsynlegur þáttur í því að byggja upp traust á fyrirtækinu.”

ISO 27001:2013 staðallinn var innleiddur í samræmi við innri öryggisstefnu Hugvits og GoPro, sem nær til þróunar, þjónustu, ráðgjafar, hýsingar, verkefnastjórnunar og reksturs upplýsingakerfa og stuðlar að markvissri vinnu við vernd á öryggi, leynd (confidentiality), réttleika (integrity) og tiltækileika (availability) mikilvægra upplýsinga.

Hvað er ISO 27001?

ISO 27001 staðallinn tekur til upplýsingaöryggis, tilgreinir kröfur sem viðkoma innleiðingu, viðhaldi og stöðugum endurbótum upplýsingakerfa og stjórnun þeirra í samræmi við tilskipað vinnulag.

Staðallinn felur einnig í sér kröfur um mat og meðferð á öryggisþáttum sniðnum að eðli fyrirtækjanna.

 

GoPro AFIP á IASIU 2016 málstofunni

GoPro mun sýna GoPro AFIP lausnina á IASIU málstofunni í Las Vegas í september. Með vaxandi fjölda nýrra svikamála, gagnamagni og reglugerða, verða rannsóknarmenn að finna betri verkfæri til að takast á við stigmagnandi álag. GoPro AFIP hámarkar arðsemi svikarannsókna, með öflugri sjálfvirkni og yfirliti, sem setur flóknar rannsóknir á skýrara samhengi.

Verið velkomin á básinn okkar (Bás 105) og sjáið hvað GoPro getur gert fyrir þig.

GoPro kynnir hugbúnað fyrir gæðamál og öryggi á Fraud & Error 2016

GoPro tekur þátt í Fraud & Error 2016 ráðstefnunni, 23. febrúar á Victoria Park Plaza, London, Bretlandi. GoPro AFIP hugbúnaðurinn er öflug lausn fyrir svika- og spillingarrannsóknir, forvarnir og önnur öryggismál. Lausnin hefur vakið mikla athygli á þessu sviði erlendis og hefur verið tekin í notkun hjá alþjóðlegum bankastofnunum og stórum breskum ríkisstofnunum.

Við hvetjum áhugasama til að líta við á básnum okkar og fá kynningu á því hvernig við hjálpum opinberum sem einka aðilum að takast á við áskoranir í gagnastjórnun og gæðamálum.

GoPro fær vottun um gagnaöryggi

Cyber Essetials

Hugvit hefur fékk nýlega alþjóðlega vottun sem snýr að gagnaöryggi, þetta er Cyber Essentials vottunin.

Þessi vottun var þróuð fyrir breska stjórnsýslu og iðnað, til að skapa traustan og öruggan grunn að auknu gagnaöryggi hjá hinu opinbera og draga úr hættu á tölvuárásum.

Cyber ​​Essential kerfi uppfyllir kröfur um gagnaöryggi eldveggja, internetsins, öryggisstillinga, aðgangsstýringa og fleiri öryggisþátta sem koma að stjórnun og rekstri tölvukerfa, þar með talið farsíma og snjalltækja.

Með því að uppfylla Cyber ​​Essentials staðalinn hefur GoPro stigið mikilvægt skref til að tryggja gagnaöryggi í hugbúnaði sínum og hjá viðskiptavinum sínum.

Nánari upplýsingar er að finna hér.