Tag Archive for: gagnaöryggi

GoPro kynnir hugbúnað fyrir gæðamál og öryggi á Fraud & Error 2016

GoPro tekur þátt í Fraud & Error 2016 ráðstefnunni, 23. febrúar á Victoria Park Plaza, London, Bretlandi. GoPro AFIP hugbúnaðurinn er öflug lausn fyrir svika- og spillingarrannsóknir, forvarnir og önnur öryggismál. Lausnin hefur vakið mikla athygli á þessu sviði erlendis og hefur verið tekin í notkun hjá alþjóðlegum bankastofnunum og stórum breskum ríkisstofnunum.

Við hvetjum áhugasama til að líta við á básnum okkar og fá kynningu á því hvernig við hjálpum opinberum sem einka aðilum að takast á við áskoranir í gagnastjórnun og gæðamálum.

GoPro fær vottun um gagnaöryggi

Cyber Essetials

Hugvit hefur fékk nýlega alþjóðlega vottun sem snýr að gagnaöryggi, þetta er Cyber Essentials vottunin.

Þessi vottun var þróuð fyrir breska stjórnsýslu og iðnað, til að skapa traustan og öruggan grunn að auknu gagnaöryggi hjá hinu opinbera og draga úr hættu á tölvuárásum.

Cyber ​​Essential kerfi uppfyllir kröfur um gagnaöryggi eldveggja, internetsins, öryggisstillinga, aðgangsstýringa og fleiri öryggisþátta sem koma að stjórnun og rekstri tölvukerfa, þar með talið farsíma og snjalltækja.

Með því að uppfylla Cyber ​​Essentials staðalinn hefur GoPro stigið mikilvægt skref til að tryggja gagnaöryggi í hugbúnaði sínum og hjá viðskiptavinum sínum.

Nánari upplýsingar er að finna hér.