Tag Archive for: fundastjórn

Umsjón funda og deiling gagna með GoPro

Verið velkomin á kynningu hjá okkur, fimmtudaginn 23. nóvember!

Við kynnum spennandi nýjungar með deilingu gagna til ytri aðila. Svo kynnum við Fundakerfið okkar í nýja GoPro Foris viðmótinu og skoðum nokkur dæmi um hvernig það er notað, bæði fyrir stjórnarfundi sem og almenna afgreiðslufundi.

Í boði er morgunkaffi og með því. Skráning er frjáls meðan húsrúm leyfir.

Allir GoPro notendur eru velkomnir og kynningin er notendum að kostnaðarlausu.

Við hlökkum til að sjá þig.

Notandavænt og aðgengilegt fundakerfi GoPro – í nýju viðmóti

GoPro Fundakerfið er alhliða fundaumsjónarkerfi sem heldur utan um fundi, allt frá undirbúningi til lokaskjölunnar, á einfaldan og öruggan hátt.

Fundakerfið einfaldar fundastjórnun og auðveldar fundargestum aðgang að gögnum. Kerfið hentar sérlega vel fyrir umsýslu reglulegra funda, svo sem stjórnarfunda og nefndarfunda. Mál og gögn færast á einfaldan hátt fyrir fund og eru aðgengileg á vefnum. Fundakerfið er hannað með tilliti til snertiskjáa og snjalltækja, sem bæði fundarritarar og fundargestir njóta góðs af.

Með fundakerfi GoPro má á auðveldan hátt búa til dagskrárliði og láta viðeigandi upplýsingar og gögn fylgja með til fundargesta. Fundarritarar sjá hvað hefur verið sett á dagskrá og sýslað með efni funda, endurraðað þeim og búið til staðlaða fundargerð og dagskrá, í þægilegu viðmóti.

Fundargestir fá rafrænan aðgang að gögnum, yfirsýn á liðna og komandi fundi, og allar nauðsynlegar upplýsingar, án þess að þurfa aðgang að GoPro.

Hafðu samband og fáðu kynningu á fundakerfi GoPro.