Tag Archive for: fundakerfi

Einföld fundastjórnun í fundakerfi GoPro Foris

GoPro Foris fundakerfið heldur utan um fundi frá undirbúningi til lokaskjölunar á einfaldan hátt.

Fundakerfið er bæði ætlað fyrir stjórnarfundi þar sem ytri notendur fá aðgang sem og fyrir reglubundna fundi, svo sem nefndarfundi og deildafundi. Hægt er að stilla upp sérstöku nefndarkerfi fyrir þá viðskiptavini sem á því þurfa að halda.

Þegar fundastjóri setur fund á dagskrá í fundakerfinu, er send út sjálfvirk fundadagskrá með þeim liðum sem eru á dagskrá ásamt skjölum fundarins, þannig að fundagestir geti kynnt sér málefni næsta fundar. Rafrænar samþykktir fundagesta styðja við rekjanleikja ákvaðanna.

Með fundakerfinu fá fundagestir aðgang að öllum fundum sem eru á dagskrá, sem og þeim fundum og fundagerðum sem búið er að vista í kerfinu. Öll gögn og fundargerðir eldri funda eru aðgengileg og sjá má yfirlit komandi funda í fundakerfinu.

Fundakerfið er samþætt við GoPro Foris skjala- og málakerfið. Þetta hefur ýmsa kosti í för með sér, til dæmis er hægt að merkja mál og skjöl fyrir ákveðna fundi, nýta leitarmöguleika og aðra virkni kerfisins. Þannig samnýtast þessi kerfi mjög vel.

Hafðu samband í síma 510 3100 (sala@hugvit.is) ef þú vilt frá frekari upplýsingar, tilboð eða kynningu á GoPro Foris fundakerfinu.

Hér getur þú séð meiri upplýsingar um fundakerfið.

Er komin tími til að uppfæra?

Fyrir viðskiptavini sem ekki hafa uppfært síðasta árið, þá gæti verið komin tími á að skoða hvað er nýtt í lausnamengi Hugvits. GoPro Foris 19.1 er nýjasta útgáfa af Foris lausamenginu, en síðustu tvær útgáfu hafa að geyma fjölmargar uppfærslur og nýjungar sem geta hentað starfsemi þíns fyrirtækis.

Meðal þess sem er nýtt eru meðal annars lausnir fyrir skjalastjóra sem einfalda yfirferð gagna fyrir skjalaumsjón, gerð vörsluútgáfu, geymsluskrár og stuðningur við reglur 85/2018 frá Þjóðskjalasafni.

Auk  þess hafa viðbótarlausnir sem hægt er að bæta við GoPro Foris verið uppfærðar og mikið af nýjungum er nú í Fundakerfi, Samningakerfi og Gæðakerfi. Þessar lausnir eru allar samþættar við GoPro og einfalda því vinnuumhverfi notanda til muna þegar nota þarf fleiri en eina lausn.

Ef þú ert ekki með nýlega útgáfu af lausnum, þá er starfsfólk Hugvit ávallt tilbúið að meta hvort æskilegt er að uppfæra eða jafnvel skoða kosti þess að færa kerfið yfir í Kerfisleigu. Hafðu samband við Hugivt með því að senda póst á söludeild Hugvits.

Umsjón funda og deiling gagna með GoPro

Verið velkomin á kynningu hjá okkur, fimmtudaginn 23. nóvember!

Við kynnum spennandi nýjungar með deilingu gagna til ytri aðila. Svo kynnum við Fundakerfið okkar í nýja GoPro Foris viðmótinu og skoðum nokkur dæmi um hvernig það er notað, bæði fyrir stjórnarfundi sem og almenna afgreiðslufundi.

Í boði er morgunkaffi og með því. Skráning er frjáls meðan húsrúm leyfir.

Allir GoPro notendur eru velkomnir og kynningin er notendum að kostnaðarlausu.

Við hlökkum til að sjá þig.

Notandavænt og aðgengilegt fundakerfi GoPro – í nýju viðmóti

GoPro Fundakerfið er alhliða fundaumsjónarkerfi sem heldur utan um fundi, allt frá undirbúningi til lokaskjölunnar, á einfaldan og öruggan hátt.

Fundakerfið einfaldar fundastjórnun og auðveldar fundargestum aðgang að gögnum. Kerfið hentar sérlega vel fyrir umsýslu reglulegra funda, svo sem stjórnarfunda og nefndarfunda. Mál og gögn færast á einfaldan hátt fyrir fund og eru aðgengileg á vefnum. Fundakerfið er hannað með tilliti til snertiskjáa og snjalltækja, sem bæði fundarritarar og fundargestir njóta góðs af.

Með fundakerfi GoPro má á auðveldan hátt búa til dagskrárliði og láta viðeigandi upplýsingar og gögn fylgja með til fundargesta. Fundarritarar sjá hvað hefur verið sett á dagskrá og sýslað með efni funda, endurraðað þeim og búið til staðlaða fundargerð og dagskrá, í þægilegu viðmóti.

Fundargestir fá rafrænan aðgang að gögnum, yfirsýn á liðna og komandi fundi, og allar nauðsynlegar upplýsingar, án þess að þurfa aðgang að GoPro.

Hafðu samband og fáðu kynningu á fundakerfi GoPro.