Tag Archive for: deiling

Nýjungar í GoPro Foris og Casedoc kynntar

Fjölmenn kynning á nýjungum

Ánægjulegt var hve margir höfðu tækifæri að mæta á kynningu hjá Hugvit á nýjungum í lausnamegni GoPro Foris. Á annað hundrað gesta fengu kynningu í Hugviti og/eða á fjarfundi á Teams þar sem kynntar voru nýjungar í GoPro Foris og Casedoc.

Á meðal þess sem kynnt var voru nýjar tengilausnir sem hægt er að bæta við GoPro Foris, þar má nefna:

  • Rafræna undirskriftarlausn með samþættingu við Dokobit eða Taktial
  • Samþættingu við MS Teams og samvinnu í skjölum MS OneDrive
  • Örugga deilingu gagna í GoPro Foris þjónustugáttina eða Signet Transfer

Allar þessar lausnir eru útfærðar svo vinnsla sé skilvirk og vel samþætt fyrir notandann í viðmóti GoPro Foris. Það kann að vera að þessar lausnri getir aukið skilvirni í þínum rekstir og sé vert að skoða að bæta við þessu einingum við GoPro Foris uppsetingu hjá þér.

Einnig kynntum við Casedoc, sem er dómstólalausn Hugvits sem byggir á GoPro Foris grunntækninni, en auk þess er lausnin með sérstakt viðmót og alla ferla fyrir umsjón með dómssýslu, tengir saman alla aðila máls, fundasali dómstóla og birtingu dóma á vefnum.

Umsjón funda og deiling gagna með GoPro

Verið velkomin á kynningu hjá okkur, fimmtudaginn 23. nóvember!

Við kynnum spennandi nýjungar með deilingu gagna til ytri aðila. Svo kynnum við Fundakerfið okkar í nýja GoPro Foris viðmótinu og skoðum nokkur dæmi um hvernig það er notað, bæði fyrir stjórnarfundi sem og almenna afgreiðslufundi.

Í boði er morgunkaffi og með því. Skráning er frjáls meðan húsrúm leyfir.

Allir GoPro notendur eru velkomnir og kynningin er notendum að kostnaðarlausu.

Við hlökkum til að sjá þig.

Tag Archive for: deiling