GoPro nýjungar vegna GDPR

Ert þú tilbúin fyrir nýja persónuverndarlöggjöf?

Þann 8. maí kynnir Hugvit nýja nálgun í lausnum fyrir persónuvernd.
Kynningin verður haldin á hótel Hilton Reykjavík Nordica, kl. 8.15 – 10.00.

Hugvit hefur undanfarið ár lagt mikla áherslu á að ná leiðandi stöðu á sviði lausna persónuverndar í mála-, skjala-, ferla- og GDPR kerfum.

Á fundinum mun Hugvit kynna uppfærða vörulínu GoPro kerfanna, þar sem ný tækni sem tekur til persónuverndar er samþætt inn í högun kerfanna með innbyggðri og sjálfgefinni persónuvernd (e. privacy by design).

  • Ný virkni í grunnkerfum – GoPro Foris mála-, skjala- og GDPR kerfi
  • Ný tækni fyrir sérkerfi, fyrir þá aðila sem þurfa sérhæfðar lausnir

Kynntar verða aðrar aðgerðir og samningar Hugvits, þ.m.t:

  • ný persónuverndarstefna fyrirtækisins og hvernig hún einfaldar viðskiptavinum að uppfylla ákvæði laganna
  • upplýsingaöryggisstefna Hugvits og hvernig hún einfaldar viðskiptavinum að uppfylla ákvæði persónuverndarlaga
  • vinnslusamningur, sem tekur á kröfum sem gerðar eru til ábyrgðaraðila og vinnsluaðila í nýjum persónuverndarlögum

Upplýsingakerfi eru lykilþáttur í hlýtni við ný persónuverndarlög. Hugvit setur markið hátt og við hlökkum til að kynna þessar nýjungar fyrir viðskiptavinum okkar. Skráning stendur yfir hér.