Er komin tími til að uppfæra?

Fyrir viðskiptavini sem ekki hafa uppfært síðasta árið, þá gæti verið komin tími á að skoða hvað er nýtt í lausnamengi Hugvits. GoPro Foris 19.1 er nýjasta útgáfa af Foris lausamenginu, en síðustu tvær útgáfu hafa að geyma fjölmargar uppfærslur og nýjungar sem geta hentað starfsemi þíns fyrirtækis.

Meðal þess sem er nýtt eru meðal annars lausnir fyrir skjalastjóra sem einfalda yfirferð gagna fyrir skjalaumsjón, gerð vörsluútgáfu, geymsluskrár og stuðningur við reglur 85/2018 frá Þjóðskjalasafni.

Auk  þess hafa viðbótarlausnir sem hægt er að bæta við GoPro Foris verið uppfærðar og mikið af nýjungum er nú í Fundakerfi, Samningakerfi og Gæðakerfi. Þessar lausnir eru allar samþættar við GoPro og einfalda því vinnuumhverfi notanda til muna þegar nota þarf fleiri en eina lausn.

Ef þú ert ekki með nýlega útgáfu af lausnum, þá er starfsfólk Hugvit ávallt tilbúið að meta hvort æskilegt er að uppfæra eða jafnvel skoða kosti þess að færa kerfið yfir í Kerfisleigu. Hafðu samband við Hugivt með því að senda póst á söludeild Hugvits.