Einföld fundastjórnun í fundakerfi GoPro Foris

GoPro Foris fundakerfið heldur utan um fundi frá undirbúningi til lokaskjölunar á einfaldan hátt.

Fundakerfið er bæði ætlað fyrir stjórnarfundi þar sem ytri notendur fá aðgang sem og fyrir reglubundna fundi, svo sem nefndarfundi og deildafundi. Hægt er að stilla upp sérstöku nefndarkerfi fyrir þá viðskiptavini sem á því þurfa að halda.

Þegar fundastjóri setur fund á dagskrá í fundakerfinu, er send út sjálfvirk fundadagskrá með þeim liðum sem eru á dagskrá ásamt skjölum fundarins, þannig að fundagestir geti kynnt sér málefni næsta fundar. Rafrænar samþykktir fundagesta styðja við rekjanleikja ákvaðanna.

Með fundakerfinu fá fundagestir aðgang að öllum fundum sem eru á dagskrá, sem og þeim fundum og fundagerðum sem búið er að vista í kerfinu. Öll gögn og fundargerðir eldri funda eru aðgengileg og sjá má yfirlit komandi funda í fundakerfinu.

Fundakerfið er samþætt við GoPro Foris skjala- og málakerfið. Þetta hefur ýmsa kosti í för með sér, til dæmis er hægt að merkja mál og skjöl fyrir ákveðna fundi, nýta leitarmöguleika og aðra virkni kerfisins. Þannig samnýtast þessi kerfi mjög vel.

Hafðu samband í síma 510 3100 (sala@hugvit.is) ef þú vilt frá frekari upplýsingar, tilboð eða kynningu á GoPro Foris fundakerfinu.

Hér getur þú séð meiri upplýsingar um fundakerfið.