Ný GoPro Foris námskeið

Viltu kynnast GoPro Foris betur?

Við hjá Hugviti bjóðum nú námskeið í GoPro lausnum með breyttu sniði. Markmið námskeiðanna er að bæta hæfni ykkar í lausnunum, kynna fyrir ykkur nýjungar og að auðvelda notendum GoPro Foris að nota kerfið.

Námskeiðin eru bæði fyrir almenna notendur, sem og fyrir umsjónarfólk og kerfisstjóra GoPro Foris. Námskeiðin eru sniðin að notendum hverju sinni og hægt er að velja fjarkennslu, staðkennslu í kennslustofu Hugvits eða við komum til ykkar og höldum námskeiðið á ykkar vinnustað. Allt það sem hentar ykkur best.

Endilega skoðið nýju námskeiðin okkar hér og skráðið ykkur eða verið í sambandi við okkur.

Einnig viljum við minna ykkur á að hjá Hugviti starfa fjöldi ráðgjafa sem vilja endilega aðstoða ykkur ef ykkur vantar svör eða ráðgjöf ekki hika við að heyra í okkur.

Námskeið haustið 2019

Hugvit býður upp á almenn námskeið og námskeið fyrir umsjónarmenn í hverjum mánuði. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið bætt við námskeiðum á haustönn og í janúar.  Auk almenna grunnnámskeiða og námskeiða fyrir umsjónarmenn hefur verið bætt við nýju námskeiði sem er sérstaklega ætlað skjalastjórum.

Frekari upplýsingar má sjá hér

Auk þess er að sérpanta námskeið fyrir minni eða smærri hópa.