GoPro Foris – Skjalavarsla fyrir GDPR

Mörg fyrirtæki, bæði tryggingarfyrirtæki, bankar og lögfræðistofur nota GoPro til að halda utan um skjöl, samninga og önnur gögn þar sem mikilvægt er að hafa persónuverndarlöggjöfina í fyrirrúmi. Rekjanleiki samskipta, útgáfustýring skjala- og samninga er virkni sem GoPro býður upp á og gerir þessum fyrirtækjum kleift að styðja við örugg vinnubrögð í skjala- og samningavinnslu.

GoPro er með nýja virkni sem styður við persónuverndarlöggjöfina, en hægt er að GDPR merkja gögn og fletta upp einstaklingum og upplýsingum um þá á einfaldan og fljótlegan hátt.

Lögfræðideildir alþjóðlegra banka bæði á Íslandi og á Norðurlöndunum nota GoPro til að halda utan um alla meðhöndlun, aðgangsstýringu og útgáfustýringu samninga og skjala. Kerfið styður líka við notkun Kínamúra milli deilda og rekjanleiki allra aðgerða er skjalaður og skráðu, svo hægt er að sjá nákvæmlega hver gerði hvað og hvenær inni í kerfinu.

GoPro fyrir persónuvernd – GDPR

GoPro Foris lausnirnar eru hannaðar með innbygða og sjálfgefna persónuvernd (e. privacy by design) að leiðarljósi og var þessari virkni bætt við í GoPro lausnirnar þegar ný persónverndarlög voru tekin í gildi.

Ef þú ert að velta fyrir þér að innleiða lausnir sem styðja og mæta áskorunum vegna regugerðar Evrópusambandsins um persónuvernd (e. GDPR) hafðu þá samband og við aðstoðum.

Þetta eru þættir eins og:

  • skipulag, rétt skráning og yfirsýn gagna
  • lágmörkun skráningar á persónugreinalegum gögnum
  • leynd og aðgangur að upplýsingum með aðgangsstýringu
  • leit, eyðing og síun á gögn
  • örugg deiling gagna
  • að veita einstaklingi aðgengi að sínum gögnum
  • rekjanleiki til að auðveldar eftirlit

Upplýsingakerfi eru lykilþáttur í hlýtni við ný persónuverndarlög. Allt þetta eru atrið sem lausnamengi GoPro Foris getur aðstoðað með og auðveldað fyrirtækjum og stofnunum að uppfylla kröfur um persónuvernd.

Endilega smelltu hér ef þú vilt frekari upplýsingar.