Hugvit þróar mála- og skjalakerfið GoPro Foris
Hugvit hefur náð frábærum árangri í hugbúnaðarþróun með GoPro lausnirnar. Við höfum unnið með hundruðum viðskiptavina um allan heim og búum yfir 30 ára reynslu. GoPro lausrnirnar eru í stöðugri þróun og eru notaðar hjá fyrirtækjum og stofnunum eins og World Bank í Washington, Oxford Háskóli í Bretlandi, Reykjavíkurborg, Landsréttur, TM, Landsbankinn og Atlanta sem dæmi.
GoPro lausnirnar hafa hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar í gegnum árin, meðal annars Nýsköpunarverðlaun Rannsóknar- og útflutningsráðs, Útflutningsverðlaun Forseta Íslands og IBM Lotusphere Best in Show verðlaunin ásamt Beacon verðlaunum fyrir framsæknustu hugbúnaðarlausn. Hugvit hf hefur hlotið viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki á hverju ári, frá árinu 2010.
Hjá Hugviti starfa yfir 60 starfsmenn á sviði sölu, ráðgjafar, kennslu, þjónustu og þróunar og á GoPro fyrir hin ýmsu tækniumhverfi. Um 95% starfsmanna eru háskólamenntaðir og hafa ráðgjafar og verkefnastjórar okkar þar að auki margvíslegar vottanir á sviði upplýsingatækni og verkefnastjórnunar. Hugvit notar Prince2 aðferðafræðina við verkefnastjórnun og innleiðingu og er hún samþætt við Agile aðferðafræðina sem Hugvit notar við þróun lausna.