Vinnustaðurinn
okkar

Vinnustaðurinn okkar

Hjá Hugviti starfar starfsfólk á sviði sölu, ráðgjafar, kennslu,
þjónustu og þróunar og á GoPro hugbúnaðarlausnum.
Hjá Hugviti starfar starfsfólk á sviði sölu, ráðgjafar, kennslu,
þjónustu og þróunar og á GoPro hugbúnaðarlausnum.

Góður vinnustaður með fjölskylduvænum áherslum

Okkar markmið er að skapa gott vinnuumhverfi og veita starfsfólki fjölskylduvænt umhverfi. Boðið er upp á gott starfsumhverfi, mötuneyti og stuðning til líkamsræktar og reglulega viðburði í samstarfi við starfsmannafélagið.

Sveigjanleiki

Við bjóðum upp á sveigjanlegan vinnutíma því við vitum að þú skilar þínu. Við viljum styðja við fyrirtækjamenninguna á staðnum en bjóðum upp á fjarvinnu ef þörf er á.

Gefandi verkefni

Verkefnin eru fjölbreytt og mikið unnið í hópum þvert á svið og lönd. Mikil nýsköpun er sífellt í gangi. Margvísleg krefjandi verkefni í þróun og þjónustu við sívaxandi hóp viðskiptavina.

Sjálfstæði

Samvinna er lykillinn en jafnframt styðjum við sjálfstæði í lausn verkefna og ákvarðanatöku. Við vinnum þétt með okkar viðskiptavinum að því að þjónusta þá af kostgæfni og framleiða góðar hugbúnaðarlausnir sem henta starfsemi hvers og eins.

Starfsánægja

Hjá Hugviti vinnur ánægður hópur fólks sem hefur sýnt mikla tryggð við fyrirtækið. Við styðjum starfsþróun með því að styðja endurmenntun.

Heilsuefling

Við leggjum ríka áherslu á líkamlegt og andlegt heilbrigði. Til staðar er starfsmannaaðstaða fyrir þá sem hjóla eða skokka í vinnu og við styrkjum starfsmenn til heilsuræktar.

Félagsstarf

Hjá Hugvit fá allir tækifæri og við hjálpumst að í þeim verkefnum sem við erum að vinna að á hverjum tíma.  Starfsmannfélagið er með reglulega viðburði sem brjóta upp starfsárið.

© Copyright - Hugvit