Persónuverndarstefna

Það er óhjákvæmilegt að í rekstri eins og þeim sem Hugvit stundar, afli félagið ýmiss konar upplýsinga. Þær upplýsingar varða í sumum tilvikum einstaklinga og geta verið persónugreinanlegar og þannig rekjanlegar til þeirra. Hugvit leggur áherslu á að safna einungis þeim upplýsingum sem þörf er á í rekstri og samkvæmt lagaheimildum.

Upplýsingum er aflað á gagnsæjan hátt, með virðingu fyrir réttindum einstaklinganna sem þær varða. Í þeim tilvikum sem það á við verður leitað samþykki þeirra einstaklinga sem við á, og samkvæmt lagaheimildum. Hugviti er umhugað um persónuvernd og er tilgangur þessarar Persónuverndarstefnu að stuðla að því að farið sé með persónuupplýsingar starfsfólks, viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila af virðingu og að eftir föngum sé gætt trúnaðar við meðferð þeirra.

Stefnunni er ætlað að skýra; i) hvaða persónuupplýsingum Hugvit safnar, ii) í hvaða tilgangi, iii) hvernig þær eru notaðar, iv) til hvaða ráðstafana Hugvit grípur til að stuðla að öryggi þeirra og vernd, og v) hvaða réttinda skráðir einstaklingar kunna að njóta.

Núverandi persónuverndarstefna var samþykkt af stjórn fyrirtækisins þann 27. mars 2018. Í stjórn Hugvits hf eru Dr. Eggert Claessen (formaður), Helga Ingjaldsdóttir og Hálfdán Karlsson.

Persónuverndarstefnuna má nálgast hér: Persónuverndarstefna Hugvits