Útgáfa 21.3
Nýtt í notendaviðmótinu
- Fjölvalsaðgerðir: Hægt er að breyta skjalaflokki og fjarlægja efnisorð.
- Viðburðarsaga styður nú sérsniðna viðburði.
- Leiðbeiningarreitur hefur verið stækkaður í 1024 stafi.
- Hreinsa skyndiminni miðlara – ný aðgerð í notendaviðmóti fyrir Kerfisstjóra.
Aðrar nýjungar
- Kerfisstjórnborð: Nýtt sjónarhorn á Audit log fyrir notanda með hlutverk endurskoðanda (krefst viðbótar leyfis).
- Fundakerfi: Búið er að bæta við möguleikanum að flokka dagskrárliði sem liggja fyrir fundi. Þannig er hægt að flokka dagskránna eftir til dæmis hópum eða deildum og einnig skilar þetta sér í fundagerðina að loknum fundi.
- Rafrænar undirritanir: Hægt er að hætta við undirritun fyrir Dokobit undirritunarþjónustur.
Útgáfa 21.2
Nýtt í notendaviðmótinu
- Nú er hægt að nota hægri músahnappinn fyrir aðgerðir í aðalvalmynd
- Íslenskar þýðingar fyrir dálka, skýringum og fleiri aðgerðum
- Flýtilyklar (Shift + ?) í kerfinu eru nú samhæfðir við flesta vafra
- Nýr hnappur til að hlaða upp fleiri gögnum neðst í viðmóti
- Við afritun skjals frá einu máli yfir í annað fær skjalið málalykil nýja málsins
Nýtt í stjórnborðinu
- Formleg útgáfa af nýju og betra kerfisstjórnborði
- Nýtt sjónarhorn sem sýnir alla agenta í kerfinu
- Ýmsar öryggisuppfærslur
- Bættir stillingar möguleikar fyrir deilingarvirkni
- Ný yfirsýn yfir sniðmát fyrir hvern og einn notanda í kerfinu
- Hægt er að velja um einfalda eða ítarlega skráningu fyrirtækjaspjalds
Ýmsar viðbætur
- Teams samþætting: Bætt leitarskilyrði fyrir leit að viðskiptavinum
- Samingakerfi: Hægt er að merkja samninga til rafrænna skila til Þjóðskjalasafns
- Deilingarvirkni: Nýtt sjónarhorn fyrir skjöl sem hefur verið deilt með viðskiptavinum
- Uppfærslur á REST þjónustu: Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar á REST þjónustum til að efla gagnatengingar og samskipti
Útgáfa 21.1
Nýjungar í GoPro Foris skjala- og málakerfi
- Skráning tilkynninga er nú skjöluð í sögu
- Hægt að stilla dagatal kerfisins þannig að málalengd, telji einungis vinnudaga
- Hægt er að stilla hvort heimilt sé að deila skjali sem er GDPR merkt
- Ekki er hægt að deila trúnaðarskjali úr kerfinu til ytri aðila
- Fyrir þá sem eru með rafrænar undirskriftir hefur verið bætt við stuðningi við Universal API frá Dokobit og einnig uppfærsla á undirskriftarlausn Taktikal
- MSG skrám er nú breytt í e-mail þegar þær eru fluttar úr Desktop
Ný tækni og uppsetning
- Búið að skipta SOAP þjónustum út, framvegis notaðar REST þjónustur
- Nýr GoPro Local
- Nýr PDF miðlari (Aspos)
Stuðningur við fleiri auðkenningarmöguleika
- Tveggja þátta auðkenning
- Windows auðkenning
- API key auðkenning
- Fjölþátta (e. Multi factor) auðkenning
Kerfisstjórnborð
- Uppfærð útgáfa af nýju kerfisstjórnborði
- Kerfið býður nú upp á sniðmát fyrir skráningu notenda
- Hægt að hlaða upp málalykli (excel) og flytja beint í kerfisstjórnborðið
- Hægt að klóna málasniðmát og skoða útgáfusögu málasniðmáta
- Nýtt og einfaldara viðmót við uppsetningu á fösum
- Hægt að raða dálkum fyrir mismunandi sjónarhorn, sem gefur tækifæri á meiri Stjórn á sýn í kerfinu
Birting gagna í pósthólfi á Ísland.is
Samhliða útgáfu 21. af GoPro Foris bjóðum við upp á nýja tengilaust, sem býður upp á birtingu gagna í pósthólfi á Ísland.is. Þetta er valkvæð viðbótarlausn við kerfið og þarf að bæta við leyfum fyrir þeim í kerfisstjórnborði.
Útgáfa 20.5
Notendaviðmót og stillingar
- Stuðningur við að setja upp auðkenni fyrir notendur með Azure AD. Lausn sem gefur möguleikann á að hafa „Single Sign On“ fyrir notendur með Azure speglað í MS365 Skýi
- Auknir möguleikar á stillingum á skráningarformi einstaklinga, s.s. skráningu kyns og fæðingadags
- Nýjar útgáfur af GoPro Local og Add-in koma samhliða þessari útgáfu. Samþættingalag GoPro Local og Add-in við MS Office hefur verið uppfært til að styðja við breytingar frá Microsoft
- Uppfærðir möguleikar við umbreytingu skjala fyrir forskoðun
- Stuðningur við að bæta við valkvæðu viðmóti fyrir samþættingu við Microsoft Teams hópa/rásir
- Stuðningur við valkvæða viðbót fyrir samþættingu við OneDrive fyrir samtímavinnslu
- Auknir möguleikar á öruggri deilingu gagna í ytri gáttir, eins og þjónustugátt GoPro Foris eða Signet Transfer
- Uppfærslur á valkvæðum undirritunarþjónustum hjá þeim sem eru með rafrænar undirritanir
Kerfisstjórnborð
- Beta útgáfa af nýju notendaviðmót fyrir kerfisstjórn
- Stuðningur er við að keyra bæði fyrra viðmót og Beta útgáfu kerfisstjórnborðsins samhliða
- Beta útgáfan er með takmörkunum tengt ferlum og skýrslugerð
Tengilausnir
Samhliða útgáfu 20.5 af GoPro Foris hafa tengilausnir verið uppfærðar eða bætt við sem auka notkunarmöguleika. Þessar tengilausnir eru valkvæðar viðbætur við kerfið og þarf að bæta við leyfum fyrir þeim í kerfisstjórnborði. Hægt er bæta við Teams samþættingu, OneDrive, Rafræn undirskriftarlausn og deilingu gagna í ytri gáttir.
Samtímavinnsla í skjölum – OneDrive
- Stuðningur er við að öll skjöl og skjalastílsnið opnist bein í OneDrive
- Lausnin samþættir skjalakerfið við OneDrive sem gefur möguleika samtímavinnslu skjala
- Skjöl eru varanlega vistuð sem hluti af mála
- Samþætting sem hentar þeim sem eru með OneDrive og hafa þörf fyrir samtímavinnslu
Samþætting við Teams
- Samþætting við Teams býður upp á að tengja rás í Teams við mál í GoPro Foris
- Notandi hefur möguleika á að vista gögn, bæði skjöl og spjall, úr Teams rás undir máli
- Lausnin bætist við Teams rásina og gefur yfirsýn yfir gögn sem hafa verið vistuð úr Teams inn á málið
Deiling gagna
- Viðmót og aðgerðir fyrir örugga deilingu gagna í ytri gáttir hefur verið uppfært
- Hægt að deila gögnum í þjónustugátt GoPro eða í Signet Transfer gáttina
Útgáfa 20.4
- Stuðningur við að keyra lausnina í Azure umhverfi
- Möguleiki að nota auðkenningu með Azure AD
Útgáfa 20.3.11
Mála- og skjalakerfi
- Breytt og notendavænna viðmót á fellilistum fyrir aðgerðir
- Hægt að draga og sleppa skjölum beint inn í GoPro Foris og/eða Outlook Add-In
- Hægt að forskoða JPG skrár án þess að breyta þeim í PDF
- Skjöl sem eru með stöðuna Completed/Locked/Archived ekki hægt að tékka út eða inn
- Breyting á málasniðmátum loggast nú í sögu málsins
- Hægt er að yfirskrifa upphafsdagsetningu í málum
- Breytt birting viðhengja í tölvupóstum í GoPro Foris
- Nú er hægt að bæta við málsnúmerum í forsniðin tölvupóstsniðmát
- Ítarleit: Hægt að leita eftir nafni (e. subject) á tölvupóstum
- Stuðningur við „type-ahaed“ við uppflettingu notenda og málsaðila í tölvupóstsniðmátum
Fundakerfi
- Miklar breytingar á notendaviðmóti fundakerfisins
- Breytt og bætt virkni í uppsetningu funda og dagskráliða
- Dagskrárliðir eru nú á aðalvinnusvæði notenda, en ekki í hægri dálki
- Hægt að hafa fundi 15 mínútur, en lágmarkið var áður 30 mínútur
- Hægt er að breyta tímasetningu funda, þó fundur sé í birtingu
- Þegar skjal er merkt „Trúnaðarskjal“ er ekki hægt að hlaða því niður eða prenta það
- Sniðmát í Fundakerfi, bæði fundadagskrá og fundagerð hafa verið uppfærð og bætt
- Hægt er að flytja dagskrárliði til með því að velja aðgerðirnar „upp“ eða „niður“
- Hægt er að raða dagskrárliðum eftir tegundum eða ábyrgðaraðilum og einnig raða í stafrófsröð efir nafni dagskrárliða
Rafrænar undirskriftir
- Stuðningur við undirritunarþjónustur bæði fyrir Taktikal og Dokobit
- Nú er mögulegt að stilla hvar á skjalinu undirskriftin birtist
- Möguleiki að velja hvort kennitala undirritanda er sýnd í undirskriftinni
Stillingar
- Listar aðgangshópa í aðgangsstýringum raðast nú eftir hlutverki, skipulagseiningu og hóp
- Bætt virkni við uppsetningu fundagerða, þannig að gögn fundar erfist að fullu í fundagerð
- Nú er hægt að flokka skjalasniðmát í almennt, samninga og/eða gæðasniðmát í stað eins flokks áður
- Hægt er að stilla GoPro Foris þannig að það styður bæði innflutning á MSG og EML tölvupóstum og umbreytir í innra tölvupóstformat
- Hægt er að stilla mál þannig að málsnúmer erfist í efnislínu (e. Subject) tölvupóstsniðmáta
Útgáfa 20.3.10
Mála- og skjalakerfi
- Nýtt tilkynningarkerfi þar sem allar tilkynningar sjást í hægri valmynd. Hægt er að senda tilkynningar á notendur eða hópa með einfaldri aðgerð. Eins getur kerfisstjóri sent tilkynningu til allra notenda
- Merkingin „trúnaðarmál“ breytir aðgangi að mál, möppu og skjölum, þannig að gögn fá þrengri aðgang þegar merkingunni er bætt við. Merkingin og aðgangur erfist á undirskjöl
- Bætt ítarleit með auknum möguleikum, meðal annars hægt að leita eftir tímabilum og leitarhegðun og viðmót hefur verið bætt
- Zippað og sent – Nú er hægt velja mörg skjöl undir máli og þjappa (e. zip) þeim í eina skrá til að senda í tölvupósti með einni aðgerð
- Notandi með hlutverkið Skjalastjóri fær sérstakt sjónarhorn á málalykla
- Tölvupóstsniðmát hafa verið endurbætt og geta nú erft málsheiti í efnislínu og meginmál
- Áskrifendur: Auknir möguleikar við skráningu á áskrift að skjölum og bætt viðmót í hægri valmynd
- Hægt að stofna mál og flytja inn tölvupóst í einni aðgerð í Outlook Add-In (ekki hliðarstika)
- Búið að uppfæra viðmót Fasa í undirsjónarhorni, meðal annars taka út hlekk og bæta við ábyrðaaðila og stöðu fasa í aðalviðmóti
- Bætt við stuðningi þannig að notandi getur sé breytingar á skjali ef hann lendir í „save conflict“ þegar hann ætlar að vista og getur þá valið „refresh“ til að uppfæra skjalið og vistað svo breytingarnar
Stillingar
- Sniðmát og stillingar – Aukin virkni í stillingum á sniðmátum í kerfisstjórnborði, sem dæmi er hægt er að setja útgáfustýringu á skjalasniðmát í kerfisstjórnborði og er athugasemdadálkur er nú hluti af skjalasniðmátum
- Hægt verður að stýra birtingartíma og fleiri aðgerðum sem snúa að sniðmátum fyrir mál, skjöl, skýrslur, eyðublöð, tölvupóst sniðmát og fundi.
- Hægt er að setja útgáfustýringu á skjalasniðmát í kerfisstjórnborði
- Mögulegt að gera efnisorð að skyldusvæði við skráningu, efnisorðin erfast niður á undirskjöl.
- Stuðningur við að setja upp skýrslur/vöruhúsgagna DB sem viðbót við kerfið
- Aukið öryggi lykilorða, hægt að gera kröfu um að þau séu 12 stafir
Samningakerfi
- Það er nú mögulegt að nota upphæðir samninga við skýrslugerð
- Betri yfirsýn með viðbótardálkum fyrir skýrslur og síun á gögn
- Hægt að leita að tengiliðum samninga í Hliðarstikunni í Outlook
- Búið að uppfæra prentform samninga
- Búið að bæta við skráningu fyrir staðsetningu skjals
Fundakerfi
- Hægt að klóna dagskrárliði
- Hægt að nota flýtiaðgerðir við að setja inn staðlaða texta í bókanir við dagskrárliði
- Hægt að velja hlutverk fundagesta úr lista og merkja hverjir voru viðstaddir/fjarverandi
- Hægt að merkja hvort fundagestir voru mættir fyrir hönd annarra aðila
- Hægt að skrá auka upplýsingar um mætta fundagesti (athugasemdasvæði)
- Hægt að skrá ytri gesti á fundi, sem eru ekki notendur kerfisins
- Aukin virkni við bókanir, frá hverjum og hver hafi bætt við bókun og fyrir hvern
- Hægt að bæta við athugasemdum þegar ákvörðun er bætt við dagskrárlið
- Tegund dagskrárliða er birt í viðmóti funda
- Stuðningur við rafrænar undirskriftir fundagerða (viðbótarlausn)
- Ritari funda getur bætt við dagskrárlið og breyti heiti eða lýsingu skráðra dagskráliða fyrir birta/hafna fundi
- Hægt að setja fundanúmer – viðbótarnúmer á alla fundi
- Nú er mögulegt að senda tilkynningar úr fundarviðmóti kerfisins
- Hægt að hafa leiðsagnaraðgerðir í hægri valmynd í Fundakerfi
Gæðakerfi
- Nú er mögulegt að skoða gæðahandbækur eftir skipulagsheild og staðsetningu
- Nýtt stjórnborð með yfirliti yfir áætlanir um endurskoðun
- Búið að yfirfara uppsetningu á atvikaskráningu (Incident)
- Stuðningur við að setja inn gæðaskjal án hauss/fóts