Áhrifahópar GoPro
Við erum að stofna áhrifahópa notenda þar sem við vinnum náið með ykkur að því að móta og bæta GoPro lausnirnar.
Markmiðið er að fá beint frá notendum hvað skiptir mestu máli – og tryggja að næstu útgáfur og nýjungar endurspegli þarfir ykkar.
Á ráðstefnunni kynntum við þrjá hópa sem verða virkjaðir í upphafi nýs árs. Hér geturðu skráð þig í þann hóp sem hentar þér best.
Áhrifahóparnir munu hjálpa okkur að gera enn markvissari uppfærslur í GoPro, þar sem við setjum ykkar upplifun og þarfir í fyrsta sæti.
ÁHRIFAHÓPUR
Skjalastjórahópur
Fyrir þá sem vinna daglega með mál, skjöl og rafræn skil. Við förum yfir verklag, þörf á betrumbótum
og hvaða aðgerðir skipta mest máli í GoPro.
- Skjalastjórar, kerfisstjórar og skrifstofustjórar
- Einfaldari ferlar og skýrara vinnuflæði
- Betri yfirsýn yfir mál og skjöl
Skrá mig í skjalastjórahóp
ÁHRIFAHÓPUR
Gervigreindarhópur
Fyrir þá sem vilja taka þátt í að þróa og prófa nýjar lausnir tengdar gervigreind, snjöllum ferlum og sjálfvirkni í GoPro.
- Áhugi á gervigreind og nýjungum
- Hugmyndavinna og prófanir nýrrar virkni
- Áhrif á næstu útgáfur GoPro
Skrá mig í gervigreindarhóp
ÁHRIFAHÓPUR
Einfaldur notandi
Fyrir almenna notendur og aðra sem vilja leggja sitt af mörkum til að einfalda aðgerðir og viðmót almennra notenda
í GoPro.
- Almennir notendur GoPro
- Einfaldara viðmót og betri notendaupplifun
- Daglegt vinnuflæði í forgrunni
Skrá mig í notendahóp
Af hverju að taka þátt?
- Þú hefur bein áhrif á næstu útgáfur GoPro og forgangsröðun nýrra eiginleika.
- Þú færð innsýn í nýjungar og prófanir áður en þær fara í almenna dreifingu.
- Þú hjálpar til við að skapa skilvirkari og notendavænni lausnir fyrir þig og þitt teymi.
- Þú verður hluti af virku notendasamfélagi sem deilir reynslu, hugmyndum og lausnum.
Skráning og næstu skref
Veldu þann hóp hér að ofan sem hentar þér best og skráðu þig. Eftir skráningu færðu staðfestingu
og við höfum samband þegar hóparnir fara af stað í upphafi nýs árs.