Ferðaþjónusta
Með sífellt auknum fjölda ferðamanna eykst þörfin fyrir hraðari vinnslu ferðabókana og betra skipulag upplýsinga. Þegar ferð er bókuð er mikilvægt að vera fljótur að sækja upplýsingar um mögulega gistingu, finna leiðsögumenn sem tala þau tungumál sem óskað er eftir og síðast en ekki síst að halda vel utan um öll samskipti við viðskiptavini.
Ennfremur er mikilvægt að geta með auðveldum hætti endurtekið bókunarferlið og endurnýtt upplýsingar.
GoPro gerir nákvæmlega þetta og meira til !
Dæmigerð ferðabókun: Hvataferð er búin til. Tengiliðir eru tengdir við ferðina. Samskipti við tengiliðina eru öll vistuð undir ferðinni. Flett er upp leiðsögumönnum og þeir tengdir við ferðina. Fundin er hótelgisting, ferðamáti, tilboð, og fleira sem allt er vistað undir ferðinni.
Með þessu eru allar upplýsingar um ferðina á einum stað sem þýðir að auðvelt er að hafa yfirsýn yfir ferðina og tryggja góða þjónustu.