Þjónustubeiðni
Námskeið
Þjónusta fyrir GoPro notendur
510 3200
adstod@hugvit.is
Þjónustusími frá kl. 8.30 – 16.30
Neyðarsími 510 3112 - utan opnunartíma

Hugvit vinnur náið með notendum kerfisins, en samstarf við viðskiptavini okkar er mikilvægur þáttur í þróun GoPro lausnanna.

Þjónustudeild Hugvits er skipuð sérfræðingum með margra ára reynslu, sem annast almenna þjónustu, kennslu, uppfærslur og innleiðingu. Hugvit býður einnig upp á sérsniðin námskeið.

Hugvit notar Prince2 aðferðafræðina við verkefnastjórnun og innleiðingu ásamt Agile aðferðafræðinni við hugbúnaðarþróun. Hjá Hugviti starfa faglærðir verkefnastjórar með margra ára reynslu í verkefnefnastjórnun, þeir hafa komið að rekstri hugbúnaðarverkefna bæði hérlendis sem og erlendis þar sem þeir hafa stýrt stórum alþjóðlegum verkefnum og innleiðingu á GoPro.

docv_ic

NÁMSKEIÐ

Hugvit heldur reglulega námskeið í notkun og umsjón GoPro.

Smelltu hér til að skrá þátttöku á námskeiðum okkar, eða fáðu sérnámskeið fyrir þína starfsemi. Við bjóðum upp á lokuð námskeið fyrir hópa, eða komum til ykkar og leiðbeinum notendum ykkar beint.

docv_ic

RÁÐGJÖF

Ráðgjafar Hugvits veita aðstoð, þjálfun og leiðsögn í uppsetningu og notkun GoPro kerfanna.

Aðkoma ráðgjafa okkar að greiningu verkferla getur stóraukið sjálfvirkni í daglegu starfi. Stöðluð vinnubrögð auka framleiðni og auðvelda umsjón verkefna. Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar og við svörum um hæl.

docv_ic

PÓSTLISTI

Hugvit heldur reglulegar kynningar og morgunverðarfundi fyrir notendur á nýjungum. Skráðu þig á póstlistann okkar til að fá tilkynningar.

Skráðu ábendingu

Notendur GoPro geta komið með ábendingar um hugbúnaðinn í gegnum GoPro kerfið. Ábendingar geta bent á hugmyndir að umbótum eða aðrar tillögur.

Ábending sem er skráð í kerfið fer til þróunardeildar Hugvits og er sett í samþykktarferli. Sé hún samþykkt verður henni forgangsraðað í samræmi við mikilvægi og kostnað.

Þegar ábending hefur verið leyst fylgir breytingin næstu reglulegu útgáfu hugbúnaðarins og verður hluti af GoPro kerfinu.

    Þjónustubeiðni

    Þjónustuteymið

    Þjónustudeild okkar skartar öflugum reynsluboltum með áratuga tækniþekkingu og ríka reynslu af öllum hliðum GoPro. Sendu okkur póst ef þú hefur spurningar um GoPro vörurnar.

    Arnar hefur BSc gráði í verkfræði frá HÍ. Hann byrjaði að vinna í tæknigeiranum 1995 og hóf störf hjá Hugviti árið 2001. Arnar hefur sinnt ýmsum hliðum þróunar á GoPro í gegnum árin, hefur mikla reynslu af GoPro og verkefnum tengdum kerfinu. Hans aðal fókus seinustu árin hefur verið verkefnastjórn og rekstur þjónustuhóps Hugvits.

    Palli Sveins

    Páll Sveinsson hefur BSc gráðu í viðskiptafræði frá HR. Hann hefur verið viðloðandi tölvugeirann síðan 1985 og hóf störf hjá Hugviti árið 1997. Páll hefur mikla reynslu af öllum GoPro vörum. Hans aðal fókus seinustu árin hefur verið almenn þjónusta, kennsla og kerfisleiga Hugvits.

    Páll Sigurðsson hefur BSc gráðu í tölvunarfræði frá HR, hefur unnið í upplýsingatækni síðan 1997 og hjá Hugviti síðan 2007. Hann hefur sérþekkingu í uppsetningu og rekstri á GoPro, gagnagrunnum og bakendaforritun. Seinustu ár hefur Páll mikið sinnt rekstri á kerfileigu Hugvits og kerfum hjá viðskiptavinum, svo og almennri þjónustu.

    María er kerfisfræðingur frá HR og hefur vottun í IBM lausnum. Hún hefur starfað hjá Hugviti síðan 2001 en byrjaði í tæknigeiranum árið 1995. Seinustu ár hefur María unnið við almenna þjónustu, kennslu og ráðgjöf vegna skjalavistunnar.

    Ingólfur lærði tölvunarfræði hjá Tækniskólanum og hóf störf hjá Hugviti árið 2001. Hann hefur sinnt ráðgjöf, hönnun og þróun á sérlausnum í GoPro kerfum yfir árin, svo og rekstri á kerfisleigu Hugvits.

    © Copyright - Hugvit