GoPro fyrir .NET og Microsoft Outlook

Hugvit býður upp á GoPro fyrir .NET með fullkominni samþættingu við Microsoft Outlook og Office umhverfið.

GoPro leggur sig fram við að bjóða notendum upp á skilvirkt og ánægjulegt vinnu umhverfi. GoPro býður upp á fulla samþættingu við Microsoft Outlook og Office og er byggt á Microsoft .NET tækni. Tengja má kerfið við vefgátt sem gefur ytri notendum aðgang að sínum málum á einfaldan hátt. Náið samstarf við viðskiptavini okkar hefur leitt af sér notendavænt og gagnsætt kerfi, þar sem áhersla hefur verið lögð á:

 • Samhengistengdar valmyndir fyrir algengar aðgerðir
 • Rökrænt viðmót sem auðvelt er að nota
 • Skýra yfirsýn yfir mikilvægar upplýsingar
 • Ríka notkun myndrænna skilaboða
 • Einfaldan “draga og sleppa” innflutning gagna beint úr MS Outlook

Kerfiskröfur

Fyrir nýjustu útgáfu GoPro fyrir .NET þarf:

 • Windows Server 2000, 2003 eða 2008
 • Internet Information Services
 • Microsoft .NET Framework 4.0
 • Microsoft SQL Server 2008, 2005
 • Web Services Enhancements (WSE) 3.0

Notandinn þarf:

 • Internet Explorer 9+
 • Einfalt viðmót

  GoPro er notendavænn hugbúnaður sem er einfaldur í notkun. Samþætting við Microsoft Outlook, Office og Windows umhverfið býður upp á auðvelda og skilvirka leið til að vinna með gögn beint úr því umhverfi sem notandinn er vanur.

 • Taumhald á tölvupóstum

  Tölvupóstar eru geymdir á miðlægum stað, í réttu samhengi, sem kemur í  veg fyrir upplýsingatap í innhólfinu. Samþætting við Microsoft Outlook gefur notendum kost á að flytja inn gögn beint úr innhólfi sínu.

 • Öll skjöl á einum stað

  Gögnin geymast á vísum stað, í rökrænu samhengi. GoPro má tengja við SharePoint til að auðvelda hópavinnu. Kerfið skráir sögu skjala og gefur notendum aðgang að eldri útgáfum. Sjálfvirk læsing skjala kemur í veg fyrir vinnutap í hópvinnu. GoPro styður ítarlega flokkunar- og leitarmöguleika, og skjalasniðmát fyrir stöðluð skjöl sem sækja sjálfvirkt viðeigandi upplýsingar úr kerfinu.

 • Stöðluð verkferli

  GoPro hagræðir og staðlar verkferli. Með GoPro má stýra vinnulagi starfsmanna með verkefnum með fyrirfram ákveðnum skrefum. Verkefni má hanna á þann hátt að notanda er leiðbeint í gegnum verkferli og ábyrgðaraðilar, úrvinnsla og stöðluð skjöl eru öll í samræmi við þjónustumarkmið.

Hafðu samband

Við höfum mikla reynslu af útfærslu lausna í upplýsingastjórnun fyrir ýmiskonar fyrirtæki og stofnanir. Sendu okkur póst og fáðu nánari kynningu á GoPro.

Lísa er hefur starfað í sölu- og markaðsmálum fyrir Hugvit síðan árið 2003, bæði á Íslandi og Norðurlöndunum. Hún hefur unnið náið með viðskiptavinum á breiðum vettvangi og leggur nú stund á meistaranám í þjónustustjórnun við Háskóla Íslands samhliða vinnunni hjá Hugviti.

LísaViðskiptastjóri@

Bára hefur starfað í sölu- og markaðsmálum hjá Hugviti síðan árið 2009. Hún er með IPMA D-vottun í verkefnastjórnun, hefur lokið MSc gráðu frá Háskólanum í Edinborg og er í MPM námi við Háskólann í Reykjavík.

BáraViðskiptastjóri@

Jón Alvar er markaðsstjóri Hugvits og hefur mikla reynslu af samstarfi með stórum viðskiptavinum innan fjármálageirans og hins opinbera. Hann er viðskiptafræðingur með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Jón AlvarMarkaðsstjóri@

Bjarni hóf fyrst störf hjá Hugviti árið 1996 og hefur komið að mörgum stærstu verkefnum fyrirtækisins í gegnum tíðina. Hann er með MPM gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og er IPMA D-vottaður verkefnastjóri.

BjarniViðskipta- og verkefnastjóri@