GoPro kynnir hugbúnað fyrir gæðamál og öryggi á Fraud & Error 2016

GoPro tekur þátt í Fraud & Error 2016 ráðstefnunni, 23. febrúar á Victoria Park Plaza, London, Bretlandi. GoPro AFIP hugbúnaðurinn er öflug lausn fyrir svika- og spillingarrannsóknir, forvarnir og önnur öryggismál. Lausnin hefur vakið mikla athygli á þessu sviði erlendis og hefur verið tekin í notkun hjá alþjóðlegum bankastofnunum og stórum breskum ríkisstofnunum.

Við hvetjum áhugasama til að líta við á básnum okkar og fá kynningu á því hvernig við hjálpum opinberum sem einka aðilum að takast á við áskoranir í gagnastjórnun og gæðamálum.